Reykjavíkurnætur - Arnaldur Indriðason

$49.90

Only available in Icelandic. 
Hard copy.

Erlendur er nýlega genginn til liðs við lögregluna og starfið á strætum Reykjavíkur er erilsamt: umferðarslys, þjófnaðir, heimilisofbeldi, drykkja, smygl … Óútskýrt mannslát lætur hann ekki í friði. Útigangsmaður sem hann hefur hitt á næturvöktum finnst drukknaður í gamalli mógröf á óbyggðu svæði og öllum virðist standa á sama. En örlög hans ásækja Erlend og leiða hann æ dýpra inn í framandi heima borgarinnar.

Reykjavíkurnætur fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar, sem allir þekkja úr fyrri bókum höfundar, og er sextánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa mörg undangengin ár notið gríðarlegra vinsælda og hlotið frábæra dóma, jafnt hér heima sem erlendis. Þær hafa verið gefnar út á um fjörutíu tungumálum og selst í milljónum eintaka. Arnaldur hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar og í fyrra var nafn hans efst á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.

„Arnaldur bregst ekki

Kolbrún Bergþórsdóttir/ Morgunblaðið

„Öll uppbygging fléttu og söguþráða [er] unnin af öryggi og festu … Að auki býr sagan yfir þeirri næmni á umhverfi, sögu og aðstæður sem einkennir bestu verk Arnaldar og er í það heila afar vel heppnað skáldverk, bæði sem glæpasaga og borgarmynd. Aðdáendur Arnaldar geta því andað léttar: Erlendur Sveinsson er svo sannarlega ekki horfinn, hann gengur hér aftur og það fer honum vel.

Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

„Mjög flott lýsing … á samfélagi útigangsmanna … breið saga … plottið flott. Hann kom mér á óvart í lokin. … höfundur sem getur skrifað hvað sem er.“
Sigurður Valgeirsson / Kiljan

„Arnaldur hefur alltaf staðið með fólki sem hefur orðið undir í lífinu eða er beitt einhvers konar ofbeldi og hann gerir það alltaf mjög fallega og mér finnst lýsingin á rónalífinu … bara frábær. … Hann er svo flinkur höfundur í því að lýsa staðháttum, andrúmslofti og fornum tíma.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

„Sem stílisti er Arnaldur … í stöðugri framför og … er Reykjavíkurnætur meðal hans best skrifuðu bóka. Bygging sögunnar er sömuleiðis vönduð og það hvernig málin tvö vefast saman afskaplega fagmannlega gert.

Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

„Á alþjóðavettvangi er verðlaunahöfundurinn Arnaldur Indriðason án nokkurs vafa sá sem best fjallar um störf lögreglunnar.“

Shots Magazine

„… höfundur sem verður sífellt betri.“

The Sunday Times

You may also like

Recently viewed