Sena

Megas raular lögin sín (4CD's)

$49.90 USD

The Icelandic mucisian Megas from 1972 - 2011
3 CD's spanning 40 years plus an extra CD with 19 tracks, some never published before.
68 pages booklet with lyrics and photos.

Ferill Megasar er um margt einstakur í íslenskri tónlistarsögu og hér er komin yfirgripsmikil ferilsútgáfa sem hæfir vel.

Megas raular lögin sín er einstaklega vandað og veglegt safn allra helstu og vinsælustu laga meistara Megasar yfir fjörutíu ára feril kappans, allt frá útgáfu fyrstu sólóplötunnar árið 1972 til þeirra tveggja nýjustu sem komu út árið 2011. Frábært lagasafn á þremur geislaplötum ásamt sérstakri aukaplötu.

Þrjár fyrstu geislaplöturnar geyma alls 55 lög af öllum sólóplötum Megasar og ýmsum öðrum verkefnum, langflest í upprunalegum útgáfum en þó má stöku sinnum finna hér áhugaverðar tónleikaútgáfur laganna frá ýmsum tímum. Einnig fylgir svo sérstök aukaplata með 19 sjaldséðari lögum lögum úr ýmsum áttum. Mörg þeirra eru áður óútgefin.

Megas raular lögin sín er í vönduðu og veglegu harðspjalda bókarformi og inniheldur 68 bls bækling en í honum má finna alla hina einstöku söngtextana við lögin á plötunum fjórum ásamt ljósmyndum af meistaranum frá ýmsum æviskeiðum.

Megas hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012.

You may also like

Recently viewed