Hús eru aldrei ein - Black Sky

$65.90
BLACK SKY

Unique book with photos of deserted houses around Iceland.  

Photographer: Nökkvi Eliasson
Poems by: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Text in Icelandic and English
Hard copy
Published 2011


HÚS ERU ALDREI EIN

Um miðjan júní 2011 kom út bókin Hús eru aldrei ein eftir Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson skáld. Ljósmyndir Nökkva og ljóð Aðalsteins Ásbergs mynda sterka og hrífandi heild í þessari glæsilegu bók.

Viðfangsefnið – eyðibýli víðs vegar um Ísland – býr yfir miskunnarlausri fegurð hnignunar sem þeir fanga í myndir og orð með einstökum hætti. Bergmál horfinna tíma og þess lífs sem var á tvímælalaust erindi við nýja öld. Tregablandin ljóðin kallast á við áhrifamiklar myndir sem vakið hafa verðskuldaða athygli víða um heim, líkt og ljóðin sem þýdd hafa verið á fjölda tungumála.

Allur texti bókarinnar er bæði á íslensku og ensku.
Höfundar: Nökkvi Elíasson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Útgáfuár: 2011
Band: Innbundin

You may also like

Recently viewed