Jet Black Joe - Higher and Higher (2CD+DVD)

$29.90

All the bests songs from Jet Black Joe in this great CD+DVD package

Árið 1992 hóf hljómsveitin Jet Black Joe upp raust sína og náð strax gríðarlegri hylli landsmanna enda afburða rokkband þar á ferð. Sveitin sendi frá sér fjórar plötur; Jet Black Joe (1992), You Ain't Here (1993), Fuzz (1994) og Full Circle 2006 auk fjölda laga sem komu út á ýmsum safnplötum.

Þessi frábæra safnplata geymir öll þeirra vinsælustu og bestu lög á tveimur geislaplötum og tvö splunkuný lög að auki en það eru lögin Chains of Mind og Electric. Plöturnar innihalda m.a. lögin: Take Me Away, Big Fat Stone, Rain, Stepping Stone, I'm In A Dream I'm, Falling, You Can Have It All, You Ain't Here, My Time For You, Under a Colored Ray, Never Mind, Down On My Knees, Higher And Higher, I Know, I, You, We, Starlight, Freedom ásamtSigríði Guðnadóttur, Won´t Go Back, Jamming, My Time For You og Running Out Of Time.

Einnig fylgir með DVD-mynddiskur með myndböndum sveitarinnar ásamt vel völdum hljómleikaupptökum frá ferli Jet Black Joe en það er efni frá Coca Cola rokk 12. september 1992, tónleikum á Púlsinum 2. janúar 1993, Tónleikum í Kaplakrika, Hafnarfirði 10. september 1993, Órafmgnað úr þættinum Konsert sem var á dagskrá RÚV 29. október 1994 og frá Eldhúspartíi FM957.

Páll Rósinkranz
Gunnar Bjarni Ragnarsson
Snorri Snorrason
Kristinn Júníusson
Guðlaugur Júníusson

33 tracks
Pub. 2012

You may also like

Recently viewed